Nú er það svart, allt hvítt og enn bætir í!
Ég les og hef unun af því.
Í gærkvöldi lagði ég frá mér bókina München die Isarmetropole. Hana las ég því við Sigmundur verðum þar í nokkra daga með vorinu.
Nú hvíli ég mig aðeins á þýskunni áður en ég legg í Buddenbrooks eftir Thomas Mann.
Á meðan ég hvíli mig þá les ég Fatal Path eftir Ronan Fanning - bókin er um bresku stjórnina og írsku byltinguna árin 1910-1922. Þessi bók færi fyrir ofan garð og neðan hjá mér ef ég hefði ekki áður lesið Ireland eftir Frank Delaney. Þar er sagt frá sögunni á lifandi hátt, með sögum.
Svo þegar ég þarf að láta hugann fá frið þá gríp ég í Endurtekninguna eftir Kirkegaard.
Nja, sko Kirkegaard er seinlesinn.
Nú er mig farið að vanta léttlestrarbækur á íslensku.
Annaðhvort endurles ég eitthvað sem ég á eða rölti yfir á bókasafn.
Svo er það danskan. Ég á tvær ólesnar á því tungumáli. En hvorug léttlestrarbók, önnur er um helstu hugsuði veraldar og hin um hvernig embættismenn innan dönsku stjórnsýslunnar búa mál í hendur stjórnmálamanna.
Það snjóar, svo sem engar fréttir fyrir þá sem fylgjast með fjölmiðlum á höfuðborgarsvæðinu.
Fuglarnir ná hvergi í auðan blett.
Ég gef, eins og öll ár sem ég hef staðið sjálf fyrir heimili.
Í vetur eru tegundirnar fáar.
Ég hef einungis séð einn snjótittling.
Talið mig heyra í auðnutittling.
Engir flækingar.
Fáir hrafnar.
Öðru hvoru vokir mávur yfir, við lítinn fögnuð minn.
Borgargæsirnar eru þaulsetnar.
Starrinn kemur í sveim.
Skógarþrösturinn er nær því gæfur.
Svartþrösturinn er þolinmóður, sem segir að það hafi verið stutt í hreiður síðastliðið sumar.
Í gærkvöldi lagði ég frá mér bókina München die Isarmetropole. Hana las ég því við Sigmundur verðum þar í nokkra daga með vorinu.
Nú hvíli ég mig aðeins á þýskunni áður en ég legg í Buddenbrooks eftir Thomas Mann.
Á meðan ég hvíli mig þá les ég Fatal Path eftir Ronan Fanning - bókin er um bresku stjórnina og írsku byltinguna árin 1910-1922. Þessi bók færi fyrir ofan garð og neðan hjá mér ef ég hefði ekki áður lesið Ireland eftir Frank Delaney. Þar er sagt frá sögunni á lifandi hátt, með sögum.
Svo þegar ég þarf að láta hugann fá frið þá gríp ég í Endurtekninguna eftir Kirkegaard.
Nja, sko Kirkegaard er seinlesinn.
Nú er mig farið að vanta léttlestrarbækur á íslensku.
Annaðhvort endurles ég eitthvað sem ég á eða rölti yfir á bókasafn.
Svo er það danskan. Ég á tvær ólesnar á því tungumáli. En hvorug léttlestrarbók, önnur er um helstu hugsuði veraldar og hin um hvernig embættismenn innan dönsku stjórnsýslunnar búa mál í hendur stjórnmálamanna.
Það snjóar, svo sem engar fréttir fyrir þá sem fylgjast með fjölmiðlum á höfuðborgarsvæðinu.
Fuglarnir ná hvergi í auðan blett.
Ég gef, eins og öll ár sem ég hef staðið sjálf fyrir heimili.
Í vetur eru tegundirnar fáar.
Ég hef einungis séð einn snjótittling.
Talið mig heyra í auðnutittling.
Engir flækingar.
Fáir hrafnar.
Öðru hvoru vokir mávur yfir, við lítinn fögnuð minn.
Borgargæsirnar eru þaulsetnar.
Starrinn kemur í sveim.
Skógarþrösturinn er nær því gæfur.
Svartþrösturinn er þolinmóður, sem segir að það hafi verið stutt í hreiður síðastliðið sumar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home