My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Saturday, March 21, 2020

Allt fram streymir

Í dag borðaði ég salat með brauði.
Í salatinu var lúða sem gekk af í gærkvöldi. Með því var laukur sem ég lagði í lög í desember.
Eftir að búið var að ganga frá þá tók ég slátur, blóðmör og lifrarpylsu, úr frystikistunni.

Það fór dágóður tími í flokkun og tiltekt í dag. Þvo umbúðir, taka saman, setja í rétta/r tunnur og einnig í moltu.

Textinn að ofan eru drög frá því í  febrúar í fyrra.
Í  dag þvoði ég af rúminu, gekk frá þvotti, fór í búðir. Hugsa. Opna bloggið.

Í  dag reyni ég að fóta mig í Covid19. Set upp Skype á spjaldið. Velti vlog fyrir mér. Dreg fram lesefni sem ég hef lítið pælt í eftir að ég fékk vinnu.

Ég hef löngum undrast fólk sem er þrautseigt með seiglu. Fólk sem stofnar andspyrnu og er virkt í aðgerðum. Fólk sem leggur lífið að veði við að hjálpa öðrum.

Ég les um það og fræðist en það þarf meira til. Það hljóta að vera sérstakar tengingar í heila þeirra. Við hvaða aðstæður verða þær til?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home