Hverdagur
Thursday, July 21, 2011
Á þriðjudaginn lokaði ég hringnum. Gekk frá Vogum til Grindavíkur. Þá hef ég gengið Stóra Skógfellsleið alla. Það eru þrjú ár síðan við Sigmundur gengum frá Ísólfsskála til Grindavíkur. Sáum hvar hægt var að fara til Voga en vildum þá frekar sjá Saltfisksetrið.
Nú er búið að loka setrinu og setja þar jarðeldasýningu (Kviku). Svo líkast til var valið rétt.
Ég er í fríi þessa viku. Á þriðjudaginn þá var ég húsleg. Þreif og þvoði. Hjólaði og tók myndir af tjörninni. Ætlaði svo í sund. Þegar ég renndi á hjólinu inn á planið við sundlaugina var hópur af fólki þar. Ætluðu að ganga til Grindavíkur. Ég með, fór heim og skipti um skó, náði í göngustaf og setti banana og drykkjarföng í bakpokann. Af stað, af stað. Veðrið var frábært, stillt, hálfskýjað og um 14 stiga hiti. Í för voru þrír hundar, sjö börn og sex fullorðnir (ef þetta eru rangar tölur þá er að leiðrétta mig). Við lögðum af stað um tvö og vorum að koma að lauginni í Grindavík um átta að kvöldi. Gengum rúma 18 kílómetra. Nú veit ég það sem mig hafði grunað. Ég er í lélegu formi, skórnir eru slitnir. Það er ekki nóg að hafa tvær litlar safafernur með í svona langa ferð.
Enn einu sinni þá er ég hissa á því hve forfeður vorir voru harðir af sér. Þarna í hrauninu eru markaðar götur, gerðar af fótum sem voru í skinnskóm. Við sem erum vel skædd, höfum allt til alls erum við það að gefast upp á skemmtigöngu. Erum sárfætt, með blöðrur. Verkjar í limi nokkra daga á eftir.
Við fórum í laugina, fengum að skutlast ofan í til að mýkja vöðva. Svo heim til Róberts í hamborgara. Þegar ég læddist inn um miðnæturleiti þá var ég skrefstutt enda á sokkunum einum. Treysti mér ekki í skó og möl er erfið fyrir sárar iljar. Ég stundi og bar mig illa. Vaknaði með Sigmundi um hálf sjö og fór fram. Hökti, mikið skelfing voru tærnar sárar. Fór svo í sund. Synti, fór í heitan pott. Synti, sat á bekk. Synti. Var mikið betri um kvöldið. Ég ætla aftur í sund á eftir. Er búin að uppgötva fleiri nuddbletti. Það er svo mikið kikk að fá sting þegar heita vatnið brennur á fleiðrum.
Mig er farið að langa að ganga Selvogsgötu. Það eru um 30 kílómetrar. Ætti að geta það í góðum skóm og með betra nesti.
Monday, July 18, 2011
Veður
Er í hæstu skýjum. Það er sól, það var sól og hiti um helgina. Það er spáð sól og hita. Svertinginn í mér nýtur sín til fulls. Ég er úti allan daginn, allt kvöldið, helst að morgni líka. Einna helst að vinnan þvælist fyrir. Ég meina skrifstofuvinnan, þessi launaða, því það er jú full vinna að vera úti. Klippa, sópa, raka, vera með arnaraugu á því sem er annars staðar en ég vil hafa það. Svo fer ég í gönguferðir. Skoða garða, horfi á blóm.
Stundum mæðir það mig. Ég horfi á flotta garða, falleg hús og svo fyrir utan girðingu er allt vaðandi í gróðri sem ég tel vera lýti að. Ég veit að þetta er mitt mat. Njóli, fífill, baldursbrá og þistlar eru illgresi í mínum huga. Líklega finnst þeim sem eiga garðana það einnig því ekkert sést af þessum plöntum innan girðingar. Ég þreytist seint á því að mæða mig á tvískinnungi okkar Íslendinga. Það sem er ekki í mínum garði kemur mér ekki við.
Höfum við alltaf verið svona? Hirðulaus um það sem er utan heimilis og lóðar? Hefur okkur alltaf verið sama um umhverfið? Ef ekki hvenær breyttist það? Hvenær vörpuðum við ábyrgð á ríki, bæ, nágranna, bara einhvern annan en okkur sjálf?
Um helgina las ég Þykkskinnu, sögur og sagnir úr Rangárvallasýslu. Mér finnst þetta fyrsta bókin sem ég les um þá sýslu, veit að það er rangt. Ég á bækur eftir Eyjólf frá Hvoli í Mýrdal. Ég hef gaman af að lesa bækur þar sem ég þekki bæjarnöfn, Sperðill, Háfur, Búð. Allt ljóslifandi og nöfn frá því ég var í Þorlákshöfn lifna við. Um leið og ég nýt þess að lesa þá er ég fegin að vera uppi á þeim tíma sem ég er. Ég hefði verið til lítils gagns köld, blaut og svöng í dimmum húsum.
Í gærkvöldi skoðaði ég bókahillur. Ég á bækur um Suðurland og sunnlenska þætti. Bækur um Vesturland og nokkuð af bókum og sögnum frá Húnaþingi (hvers vegna er mér hulin ráðgáta). Ég á eina um Eyjafjörð. Ég á nokkrar um Suðurnes. Ekkert um Snæfellsnes, Vestfirði og Dali. Ekkert um Skagafjörð (hana nú Jóhann). Ég virðist ekkert vita að það er land og fólk austan Eyjafjarðar allt suður til Skaftafellssýslna. Sjáið hvað það eru mörg tækifæri falin í þessu. Í stað þess að kaupa bækur um Skotland þá er allt Ísland undir.
Stundum mæðir það mig. Ég horfi á flotta garða, falleg hús og svo fyrir utan girðingu er allt vaðandi í gróðri sem ég tel vera lýti að. Ég veit að þetta er mitt mat. Njóli, fífill, baldursbrá og þistlar eru illgresi í mínum huga. Líklega finnst þeim sem eiga garðana það einnig því ekkert sést af þessum plöntum innan girðingar. Ég þreytist seint á því að mæða mig á tvískinnungi okkar Íslendinga. Það sem er ekki í mínum garði kemur mér ekki við.
Höfum við alltaf verið svona? Hirðulaus um það sem er utan heimilis og lóðar? Hefur okkur alltaf verið sama um umhverfið? Ef ekki hvenær breyttist það? Hvenær vörpuðum við ábyrgð á ríki, bæ, nágranna, bara einhvern annan en okkur sjálf?
Um helgina las ég Þykkskinnu, sögur og sagnir úr Rangárvallasýslu. Mér finnst þetta fyrsta bókin sem ég les um þá sýslu, veit að það er rangt. Ég á bækur eftir Eyjólf frá Hvoli í Mýrdal. Ég hef gaman af að lesa bækur þar sem ég þekki bæjarnöfn, Sperðill, Háfur, Búð. Allt ljóslifandi og nöfn frá því ég var í Þorlákshöfn lifna við. Um leið og ég nýt þess að lesa þá er ég fegin að vera uppi á þeim tíma sem ég er. Ég hefði verið til lítils gagns köld, blaut og svöng í dimmum húsum.
Í gærkvöldi skoðaði ég bókahillur. Ég á bækur um Suðurland og sunnlenska þætti. Bækur um Vesturland og nokkuð af bókum og sögnum frá Húnaþingi (hvers vegna er mér hulin ráðgáta). Ég á eina um Eyjafjörð. Ég á nokkrar um Suðurnes. Ekkert um Snæfellsnes, Vestfirði og Dali. Ekkert um Skagafjörð (hana nú Jóhann). Ég virðist ekkert vita að það er land og fólk austan Eyjafjarðar allt suður til Skaftafellssýslna. Sjáið hvað það eru mörg tækifæri falin í þessu. Í stað þess að kaupa bækur um Skotland þá er allt Ísland undir.
Friday, July 15, 2011
Nasasjón
Í dag var grein í Fréttablaðinu um einkaneysla hefði aukist. Einkaneysla er hluti landsframleiðslu. Því velti blaðamaður fyrir sér hvort þetta væri merki um að hagvöxtur myndi aukast eða hvort þetta væri merki um aukinn kaupmátt eftir kjarasaminga.
Mér fannst tvennt áhugavert. Vísan í aukinn kaupmátt og svör sérfræðinga hjá Greiningu Íslandsbanka.
a) Aukinn kaupmáttur eftir nýgerða kjarasamninga. Ég veit að kjarasamningar voru gerðir í lok maí og fram undir lok júní, sum kjarafélög hafa ekki lokið samningum enn. Ég veit að fæstir sem fá greidd laun mánaðarlega hafa fengið greitt eftir nýjum töxtum. Þannig að ef fólk er farið að eyða meira í skjóli hækkunar launa en það gerði á sama tíma í fyrra þá er það skuldasöfnun og út á krít.
b) Sérfræðingar hjá Greiningu Íslandsbanka sögðust hafa nasasjón af því hvað er að henda aðra hluta landsframleiðslunnar. Í mínum orðabókum og málskilningi þá er nasasjón jafnt og yfirborðsþekking. Ég bið að þeir sem eru í greiningardeildum hafi meira en yfirborðsþekkingu á því sem þeir greina. Ég bið að það sem átt var við er - þar sem við höfum ekki tekið saman gögn um aðra hluta landsframleiðslu þá verður að taka svör okkar með fyrirvara en bla, bla, bla.
Mér fannst tvennt áhugavert. Vísan í aukinn kaupmátt og svör sérfræðinga hjá Greiningu Íslandsbanka.
a) Aukinn kaupmáttur eftir nýgerða kjarasamninga. Ég veit að kjarasamningar voru gerðir í lok maí og fram undir lok júní, sum kjarafélög hafa ekki lokið samningum enn. Ég veit að fæstir sem fá greidd laun mánaðarlega hafa fengið greitt eftir nýjum töxtum. Þannig að ef fólk er farið að eyða meira í skjóli hækkunar launa en það gerði á sama tíma í fyrra þá er það skuldasöfnun og út á krít.
b) Sérfræðingar hjá Greiningu Íslandsbanka sögðust hafa nasasjón af því hvað er að henda aðra hluta landsframleiðslunnar. Í mínum orðabókum og málskilningi þá er nasasjón jafnt og yfirborðsþekking. Ég bið að þeir sem eru í greiningardeildum hafi meira en yfirborðsþekkingu á því sem þeir greina. Ég bið að það sem átt var við er - þar sem við höfum ekki tekið saman gögn um aðra hluta landsframleiðslu þá verður að taka svör okkar með fyrirvara en bla, bla, bla.
Thursday, July 14, 2011
Endur og tjörn
Reyndar gæti fyrirsögnin verið viðhald tjarnar og fuglar.
Á Vatnsleysuströnd eru margar tjarnir, þó nokkrar þeirru eru á náttúruminjaskrá Síkistjörn, Vogatjörn, Mýrarhúsatjörn, Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn, Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Landakotstjörn, Kálfatjarnartjörn og Bakkatjörn, ásamt nánasta umhverfi. Þessar tjarnir eru á Ströndinni allt frá Stapanum og til Bakka sem er bær norðvestan við Kálfatjörn. Ein tjörnin, Vogatjörn, er sem næst í miðjum Vogum. Í henni er hólmi, nokkuð mikið af sefi og það virðist góð tenging við sjó. Tjörnin er sumsstaðar djúp, ég hef séð fullvaxna menn prófa vöðlur þar, í vatni upp undir hendur. Annars staðar er hún grunn. Sefið hefur náð sér vel af stað og hólminn er kafloðinn. Stundum myndast tengingingar milli lands og hólma.
Börn hafa gaman af að vera við tjörnina. Veiða síli, vaða og fleira skemmtilegt að sumri. Þegar frystir þá er ágætt að fara á skauta.
Fuglar sjást við Vogatjörn á vorin og aftur að hausti. Mávar (hettumávur og svartbakur) eru þaulsetnir en hafa ekki orpið svo vitað sé. Kría gargar en það er langt síðan hún var með hreiður. Gæsir eru tíðir gestir og nokkrar tegundir anda. Fyrir fjórum árum síðan þá var fullvíst að enginn fugl gerði hreiður í hólma eða við tjörn. Þá var farið að huga að endurbótum og umhirðu. Tjörnin var dýpkuð, hólminn sleginn, sef tekið að hluta. Kantar voru endurgerðir, ræsi sett milli sjávar og tjarnar. Allt þetta var gert í samráði við fuglafræðinga, votlendisfræðinga og fleiri og fleiri.
Í Vogum eru 1133 skoðanir á hvernig eigi að hirða Vogatjörn og næsta umhverfi. Skoðanir eru eflaust fleiri meðal brottfluttra. Ýmist heyri ég að hólminn hafi verið nytjaður eða að hann hafi aldrei verið nytjaður, aldrei. Þá heyri ég að það sé fráleitt að hafa dýpkað, að hafa ekki dýpkað meira o.s.frv.
Ég bý við Vogatjörn. Sé hana út um eldhúsgluggann minn. Fer framhjá oft á dag. Í vor voru gæsir og álftir við tjörnina. Ég er viss um að báðar gerðu hreiður. Svo voru endur, fullt af öndum. Í dag taldi ég sex unga. Þeir voru fleiri í lok júní. Ég er viss. Ég var lengi við tjörnina, horfði og lagði á minnið taldi og skoðaði aftur. Ég sá fjórar endur og sex unga. Það segir mér að það hafa allavega verið tvö hreiður.
Nú er aftur komið að því að taka ákvörðun hvað við gerum í haust eða að ári. Mikið til vélar þó handavinnan sé nokkuð mikil. Á að taka sef, slá, dýpka? Gera eitt af þessu? Ef svo er þá hvað?
Á Vatnsleysuströnd eru margar tjarnir, þó nokkrar þeirru eru á náttúruminjaskrá Síkistjörn, Vogatjörn, Mýrarhúsatjörn, Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn, Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Landakotstjörn, Kálfatjarnartjörn og Bakkatjörn, ásamt nánasta umhverfi. Þessar tjarnir eru á Ströndinni allt frá Stapanum og til Bakka sem er bær norðvestan við Kálfatjörn. Ein tjörnin, Vogatjörn, er sem næst í miðjum Vogum. Í henni er hólmi, nokkuð mikið af sefi og það virðist góð tenging við sjó. Tjörnin er sumsstaðar djúp, ég hef séð fullvaxna menn prófa vöðlur þar, í vatni upp undir hendur. Annars staðar er hún grunn. Sefið hefur náð sér vel af stað og hólminn er kafloðinn. Stundum myndast tengingingar milli lands og hólma.
Börn hafa gaman af að vera við tjörnina. Veiða síli, vaða og fleira skemmtilegt að sumri. Þegar frystir þá er ágætt að fara á skauta.
Fuglar sjást við Vogatjörn á vorin og aftur að hausti. Mávar (hettumávur og svartbakur) eru þaulsetnir en hafa ekki orpið svo vitað sé. Kría gargar en það er langt síðan hún var með hreiður. Gæsir eru tíðir gestir og nokkrar tegundir anda. Fyrir fjórum árum síðan þá var fullvíst að enginn fugl gerði hreiður í hólma eða við tjörn. Þá var farið að huga að endurbótum og umhirðu. Tjörnin var dýpkuð, hólminn sleginn, sef tekið að hluta. Kantar voru endurgerðir, ræsi sett milli sjávar og tjarnar. Allt þetta var gert í samráði við fuglafræðinga, votlendisfræðinga og fleiri og fleiri.
Í Vogum eru 1133 skoðanir á hvernig eigi að hirða Vogatjörn og næsta umhverfi. Skoðanir eru eflaust fleiri meðal brottfluttra. Ýmist heyri ég að hólminn hafi verið nytjaður eða að hann hafi aldrei verið nytjaður, aldrei. Þá heyri ég að það sé fráleitt að hafa dýpkað, að hafa ekki dýpkað meira o.s.frv.
Ég bý við Vogatjörn. Sé hana út um eldhúsgluggann minn. Fer framhjá oft á dag. Í vor voru gæsir og álftir við tjörnina. Ég er viss um að báðar gerðu hreiður. Svo voru endur, fullt af öndum. Í dag taldi ég sex unga. Þeir voru fleiri í lok júní. Ég er viss. Ég var lengi við tjörnina, horfði og lagði á minnið taldi og skoðaði aftur. Ég sá fjórar endur og sex unga. Það segir mér að það hafa allavega verið tvö hreiður.
Nú er aftur komið að því að taka ákvörðun hvað við gerum í haust eða að ári. Mikið til vélar þó handavinnan sé nokkuð mikil. Á að taka sef, slá, dýpka? Gera eitt af þessu? Ef svo er þá hvað?
Nú fæst ég við tjarnir, votlendi, njóla, lúpínu, ösp og hóffífil.
Wednesday, July 13, 2011
Eyjan
Las áðan á snjáldurskinnu að Illugi hefði bloggað e-ð merkilegt á eyjuna sem væri þess virði að gera athugasemdir við. Ég fer afar sjaldan inn á eyjuna, pressuna og hvað sem þær nú heita síðurnar. Ákvað þó að prófa, Inga Sigrún er ágæt kona, greind og víðsýn.
Sló inn eyjan.is opnaði pennar, renndi yfir. Uppgötvaði að ég mundi ekki hvernig Illugi leit út (var að leita að XD- Illugi). Sá neðst í upptalningu penna að hægt væri að leita að þeim í stafrófsröð. Prufaði I, fékk alla pennana upp í stafrófsröð. Í hvaða röð voru þeir áður? Fann einn Illuga, sá var og er Jökulsson.
Skiljið þið nokkuð hvers vegna ég gat haldið að Illugi Gunnarsson hafði skrifað texta sem Ingu Sigrúnu fannst þess virði að gera athugasemdir við?
Nú rignir á sunnanverðri eyjunni. Alveg ágætis tilbreyting. Mætti gjarnan gera það oftar. Það er allt svo þurrt hér sunnanlands.
Það verður gaman að sjá gróðurinn þegar sólin skín. Ég er viss um að nú verður stökkbreyting.
Hm og hm.
Palla, um hvað ætti ég að skrifa?
Sló inn eyjan.is opnaði pennar, renndi yfir. Uppgötvaði að ég mundi ekki hvernig Illugi leit út (var að leita að XD- Illugi). Sá neðst í upptalningu penna að hægt væri að leita að þeim í stafrófsröð. Prufaði I, fékk alla pennana upp í stafrófsröð. Í hvaða röð voru þeir áður? Fann einn Illuga, sá var og er Jökulsson.
Skiljið þið nokkuð hvers vegna ég gat haldið að Illugi Gunnarsson hafði skrifað texta sem Ingu Sigrúnu fannst þess virði að gera athugasemdir við?
Nú rignir á sunnanverðri eyjunni. Alveg ágætis tilbreyting. Mætti gjarnan gera það oftar. Það er allt svo þurrt hér sunnanlands.
Það verður gaman að sjá gróðurinn þegar sólin skín. Ég er viss um að nú verður stökkbreyting.
Hm og hm.
Palla, um hvað ætti ég að skrifa?
Tuesday, July 12, 2011
Umgengni
Hef oft velt umgengni fyrir mér. Er sjálf smámunasöm og hef oft tekið til hendinni. Er nær því alveg hætt því að taka upp það sem aðrir skilja eftir á víðavangi. Hef hreint og beint gefist upp gagnvart yfirgengilegum sóðaskap og slóðahætti samferðamanna minna og samlanda.
Heyrði í útvarpi í gær að Gaddstaðaflatir þar sem besta útihátíðin var haldin væru ruslahaugur. Margir skildu allt eftir. Talað um að það væri engin virðing fyrir eignum (tjöldum og öðrum viðlegubúnaði). Einnig var rætt um umgengni í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem eru þar að skemmta sér eða njóta lífsins á annan hátt skilja allt eftir, þvag, skít, ælu, pappír, gler o.s.frv. Sagt var að Reykjavíkurborg hefði minni getu til að hreinsa upp. Því yrðum við að hugsa lengra en að nefi okkar og taka upp eftir þá sem ekki sinntu almennum umgengnisreglum.
Svo, það er verst að engin virðing er fyrir eignum. Mér þykir verra að það er engin virðing fyrir umhverfi og okkur hinum. Mér er nokkuð sama þó fólki finnist í lagi að henda viðlegubúnaði eða öðru í lok helgar. Mér finnst afleitt að förgun er látin á herðar okkar hinna.
Ég heyrði að foreldrar hefðu haft samband til að reyna að finna búnað afkomendanna. Það er hreint glatað. Þeir sem voru á Gaddstaðaflötum eru uppkomnir, ekki á ábyrgð foreldranna. Það er rangt af foreldrum að taka ábyrgð á afkomendum þegar svo er komið. Ef fullorðið fólk hendir búnaði foreldranna þá er fyrsta regla, borga. Borga í beinhörðu.
Íslenska þjóðin er upp til hópa skríll. Umgengni lýsir innri manni. Þjóðin er skríll. Skrílslæti, ljótur munnsöfnuður, yfirgangssemi og tilætlunarsemi lýsa okkur best.
Er ég hlustaði á útvarpið í gær heyrði ég nokkuð skemmtilegt. Um helgina höfðu verið haldnar ,,margar" útihátíðir. Þessi á Gaddstaðaflögum og svo Eistnaflug! Ef tvær eru margar, hvað eru þá þrjár eða fjórar?
Heyrði í útvarpi í gær að Gaddstaðaflatir þar sem besta útihátíðin var haldin væru ruslahaugur. Margir skildu allt eftir. Talað um að það væri engin virðing fyrir eignum (tjöldum og öðrum viðlegubúnaði). Einnig var rætt um umgengni í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem eru þar að skemmta sér eða njóta lífsins á annan hátt skilja allt eftir, þvag, skít, ælu, pappír, gler o.s.frv. Sagt var að Reykjavíkurborg hefði minni getu til að hreinsa upp. Því yrðum við að hugsa lengra en að nefi okkar og taka upp eftir þá sem ekki sinntu almennum umgengnisreglum.
Svo, það er verst að engin virðing er fyrir eignum. Mér þykir verra að það er engin virðing fyrir umhverfi og okkur hinum. Mér er nokkuð sama þó fólki finnist í lagi að henda viðlegubúnaði eða öðru í lok helgar. Mér finnst afleitt að förgun er látin á herðar okkar hinna.
Ég heyrði að foreldrar hefðu haft samband til að reyna að finna búnað afkomendanna. Það er hreint glatað. Þeir sem voru á Gaddstaðaflötum eru uppkomnir, ekki á ábyrgð foreldranna. Það er rangt af foreldrum að taka ábyrgð á afkomendum þegar svo er komið. Ef fullorðið fólk hendir búnaði foreldranna þá er fyrsta regla, borga. Borga í beinhörðu.
Íslenska þjóðin er upp til hópa skríll. Umgengni lýsir innri manni. Þjóðin er skríll. Skrílslæti, ljótur munnsöfnuður, yfirgangssemi og tilætlunarsemi lýsa okkur best.
Er ég hlustaði á útvarpið í gær heyrði ég nokkuð skemmtilegt. Um helgina höfðu verið haldnar ,,margar" útihátíðir. Þessi á Gaddstaðaflögum og svo Eistnaflug! Ef tvær eru margar, hvað eru þá þrjár eða fjórar?
Monday, July 11, 2011
Vikan
Komin af stað nýþvegin og ógreidd. Greiði mér helst aldrei, nota fingurna oft á dag, finn stundum flækjur og greiði þá úr þeim í rólegheitum. Hlakka til þegar ég hef kjark til að nota ekkert sjampó. Langar að prófa nokkrar vikur, ekkert sjampó. Held ég þurfi að nota hárnæringu öðru hvoru. Þegar ég fer í sund set ég hárnæringu í á eftir. Finnst hárið annars þorna svakalega, jafnvel þó ég noti sundhettu.
Jamm, ég og sund. Einu sinni átti ég skærbleikan sundbol og glansandi fjólubláa sundhettu. Starfsmenn sundlaugarinnar á Akranesi sögðu að ég myndi ekki týnast í lauginni :) Nú á ég fallega bleiksanseraða sundhettu og dökkan sundbol. Keypti mér nýjan bol um daginn. Var komin með hendurnar á bleikan, rauðan og bláan draum. Simmi rétti mér dökkan bol. Hitt fannst honum lítt fallegt. Það er svo sem auðséð að Simmi sér ekki sama hagræðið og starfsmenn sundlauga. Nú er hætta á að ég týnist í lauginni í Vogum. Hugsið ykkur hvað líkurnar eru miklu meiri en þær þyrftu að vera!
Ég veit vart hvort er verra að Simma finnst betra að ég sé dökkklædd í laug en að Palla hélt að sundhettan mín væri sturtuhetta, víð og skreytt blómum. Ég sem hef notað keppnisútgáfuna í mörg, mörg ár. Viðnámið má ekkert vera þegar ég sting höfðinu í vatnið.
Þar sem ég gaf eftir í sundbol þá keypti ég litríka skó. Rauða og svarta, æðislega góða. Kannski tek ég mynd af þeim og set á vefinn. Ég er hreint og beint glæsileg þegar ég er komin í þá, vek athygli og alles.
Eins og mér þykir gott að fá að vera í friði þá sit ég um öll tækifæri til að vera klædd í liti. Mér líður vel í litum. Mér líður verr þegar ég er litlaus, svartklædd, grá og brún. Beige, brown and boring. Ég er með þá skoðun að svartklætt fólk sé ávallt vel klætt fyrir jarðarfarir en það hljóta að vera fleiri viðburðir sem þarf að mæta á.
Jamm, ég og sund. Einu sinni átti ég skærbleikan sundbol og glansandi fjólubláa sundhettu. Starfsmenn sundlaugarinnar á Akranesi sögðu að ég myndi ekki týnast í lauginni :) Nú á ég fallega bleiksanseraða sundhettu og dökkan sundbol. Keypti mér nýjan bol um daginn. Var komin með hendurnar á bleikan, rauðan og bláan draum. Simmi rétti mér dökkan bol. Hitt fannst honum lítt fallegt. Það er svo sem auðséð að Simmi sér ekki sama hagræðið og starfsmenn sundlauga. Nú er hætta á að ég týnist í lauginni í Vogum. Hugsið ykkur hvað líkurnar eru miklu meiri en þær þyrftu að vera!
Ég veit vart hvort er verra að Simma finnst betra að ég sé dökkklædd í laug en að Palla hélt að sundhettan mín væri sturtuhetta, víð og skreytt blómum. Ég sem hef notað keppnisútgáfuna í mörg, mörg ár. Viðnámið má ekkert vera þegar ég sting höfðinu í vatnið.
Þar sem ég gaf eftir í sundbol þá keypti ég litríka skó. Rauða og svarta, æðislega góða. Kannski tek ég mynd af þeim og set á vefinn. Ég er hreint og beint glæsileg þegar ég er komin í þá, vek athygli og alles.
Eins og mér þykir gott að fá að vera í friði þá sit ég um öll tækifæri til að vera klædd í liti. Mér líður vel í litum. Mér líður verr þegar ég er litlaus, svartklædd, grá og brún. Beige, brown and boring. Ég er með þá skoðun að svartklætt fólk sé ávallt vel klætt fyrir jarðarfarir en það hljóta að vera fleiri viðburðir sem þarf að mæta á.
Sunday, July 10, 2011
Helgi
Horfi og horfi út í garðinn. Rýk öðru hvoru upp, beygi mig undir strekkjarann hans Simma og tek arfakló, fjólu sem er á röngum stað eða afurð fuglafóðurs frá því í vetur.
Ég hef áhyggjur af því hve allt er þurrt, horfi á grenið í plastpottinum. Fann það við bílastæðið fyrir tveimur árum og tók það. Sé fyrir mér að það fylgi mér lengi, lengi. Veit ekkert hvar ég ætla að setja það niður. Hef engan stað. Potturinn og tréð hljóta að stækka með tímanum, jafnvel í sumar. Ætli ég verði kona með grenitré?
Þó ég hafi áhyggjur af þurrki og elski sól þá er tvískinnungurinn svo mikill að hann verður jafnvel þrefaldur.
Ef það er sól um helgar þá er ég ánægð, sit, ligg, syndi eða geng og sóla mig. Ef það er þurrt virka daga þá er ég ánægð. Vinnuskólinn er svo mikið auðveldari í þurrviðri en rigningu. Hvað á ég að gera? Biðja um regn að nóttu til?
Hló þegar ég hlustaði á fréttir í hádeginu. Enn einu sinni vælir ferðaþjónustan. Erna Hauksdóttir hlýtur að vera vælari númer eitt. Það mætti halda að Erna Hauksdóttir og fleiri væru vissir um að ríkisstjórnin eða misvitrir og óhæfir opinberir starfsmenn hafi ákveðið að taka brúna af Múlakvísl. Gott ef vegamálastjóri á ekki alla sök. Þvílík ósvinna að það geti tekið tvær til þrjár vikur að gera bráðabirgða brú. Nú áköllum við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.
Gerið það, setjið óhæfan vegamálastjóra af. Gerið það, takið hlaupið aftur. Gerið það, reddið brú, tengingu eða hverju sem er á einum sólarhring.
Ég hef áhyggjur af því hve allt er þurrt, horfi á grenið í plastpottinum. Fann það við bílastæðið fyrir tveimur árum og tók það. Sé fyrir mér að það fylgi mér lengi, lengi. Veit ekkert hvar ég ætla að setja það niður. Hef engan stað. Potturinn og tréð hljóta að stækka með tímanum, jafnvel í sumar. Ætli ég verði kona með grenitré?
Þó ég hafi áhyggjur af þurrki og elski sól þá er tvískinnungurinn svo mikill að hann verður jafnvel þrefaldur.
Ef það er sól um helgar þá er ég ánægð, sit, ligg, syndi eða geng og sóla mig. Ef það er þurrt virka daga þá er ég ánægð. Vinnuskólinn er svo mikið auðveldari í þurrviðri en rigningu. Hvað á ég að gera? Biðja um regn að nóttu til?
Hló þegar ég hlustaði á fréttir í hádeginu. Enn einu sinni vælir ferðaþjónustan. Erna Hauksdóttir hlýtur að vera vælari númer eitt. Það mætti halda að Erna Hauksdóttir og fleiri væru vissir um að ríkisstjórnin eða misvitrir og óhæfir opinberir starfsmenn hafi ákveðið að taka brúna af Múlakvísl. Gott ef vegamálastjóri á ekki alla sök. Þvílík ósvinna að það geti tekið tvær til þrjár vikur að gera bráðabirgða brú. Nú áköllum við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.
Gerið það, setjið óhæfan vegamálastjóra af. Gerið það, takið hlaupið aftur. Gerið það, reddið brú, tengingu eða hverju sem er á einum sólarhring.
Monday, July 04, 2011
Stuð og stefna
Er að festa aðgangsorðið í minni. Skelfing þegar mér lánast að gleyma orðum og talnaröðum. Málið er að ég gleymi einnig aðgangsorðinu að tölvupóstinum mínum svo ég kemst einungis í hann með höppum og glöppum.
Stefna -
Öðru hvoru taka fjölmiðlar upp þráð um umhverfi, garða og gróður. Yfirleitt er þá rætt við formann húseigendafélagsins (ég er félagsmaður þar). Hann talar um aspir, aspastríð eftir nokkur ár þegar þær sprengja sig út rétt áður en þær deyja. Ég held að formaðurinn eigi að halda sig við sinn leist sem er lögfræði. Í það minnsta ætti hann að hugsa víðar.
Það eru mörg tré önnur en aspir sem verða gríðarstór með öflugri rót. Það eru mörg tré önnur en aspir sem eiga heima annars staðar en á þröngum lóðum húsa. Rótarkerfi er í samræmi við krónu. Aspir ráðast ekki á lagnir og grunna. Aspir, eins og aðrar lífverur, sækja í vatn og fara því inn í sprungnar og laskaðar lagnir.
Mér finnst skrítið að formaður húseigendafélagsins talar sjaldan um umhirðu lóða og fasteigna. Hvað finnst honum um þá sem vilja hafa lóðina sem náttúrulegasta? Hvað finnst honum um að það eru margir sem verða að búa við ótrúlega illa hirtar lóðir nágranna og hús sem grotna niður?
Stefna -
Öðru hvoru taka fjölmiðlar upp þráð um umhverfi, garða og gróður. Yfirleitt er þá rætt við formann húseigendafélagsins (ég er félagsmaður þar). Hann talar um aspir, aspastríð eftir nokkur ár þegar þær sprengja sig út rétt áður en þær deyja. Ég held að formaðurinn eigi að halda sig við sinn leist sem er lögfræði. Í það minnsta ætti hann að hugsa víðar.
Það eru mörg tré önnur en aspir sem verða gríðarstór með öflugri rót. Það eru mörg tré önnur en aspir sem eiga heima annars staðar en á þröngum lóðum húsa. Rótarkerfi er í samræmi við krónu. Aspir ráðast ekki á lagnir og grunna. Aspir, eins og aðrar lífverur, sækja í vatn og fara því inn í sprungnar og laskaðar lagnir.
Mér finnst skrítið að formaður húseigendafélagsins talar sjaldan um umhirðu lóða og fasteigna. Hvað finnst honum um þá sem vilja hafa lóðina sem náttúrulegasta? Hvað finnst honum um að það eru margir sem verða að búa við ótrúlega illa hirtar lóðir nágranna og hús sem grotna niður?
Mannhæð
Fyrir nokkrum árum sagði Palla systir mér að hún væri jafnhá ösp í garðinum við Aðalbraut. Öspin væri sem sagt mannhæðarhá. Mér brá við, skildi hvað sagt var en sá annað fyrir mér.
Í mínum huga voru mannhæðarhá tré jafnhá einlyftum húsum. Vissi að systir mín er lægri en þrír metrar, minna gerir gagn.
Ég segi oft apótek í stað bakarís. Ég rugla saman nöfnunum Brynja og Hrefna, mikið auðveldara að heita Hrefna en Brynja. Ég beygi rangt orðin helvíti og fjandans. Nota þau lítið svo það kemur ekki að sök. Ég er að venjast mannhæðarháum trjám, gengur illa. Reyni að muna hvað Palla er há :)
Í mínum huga voru mannhæðarhá tré jafnhá einlyftum húsum. Vissi að systir mín er lægri en þrír metrar, minna gerir gagn.
Ég segi oft apótek í stað bakarís. Ég rugla saman nöfnunum Brynja og Hrefna, mikið auðveldara að heita Hrefna en Brynja. Ég beygi rangt orðin helvíti og fjandans. Nota þau lítið svo það kemur ekki að sök. Ég er að venjast mannhæðarháum trjám, gengur illa. Reyni að muna hvað Palla er há :)
Sunday, July 03, 2011
Sumar
Ég nýt sumarsins í botn (reyndar er ég einnig hrifin af haustinu, heilluð af vorinu og finnst vetur ágætur upptaktur).
Svei mér þá. Anemónurnar blómstra og breiða úr sér. Þær verða fegurri með hverju árinu. Árið 2008 hélt ég að ég væri að setja niður hnýði sem lifðu eitt sumar, óvíst með blóm. Það sumar var ég nokkuð viss. Svo ræfilslegt. Þegar leið á vorið 2009 þá sá ég eitthvað sem gæti verið anemóna gægjast upp úr moldinni. Núna er brúskurinn stór og blómin falleg.
Önnur gleðifregn er að bóndarósirnar ætla að blómstra í ár. Þær setti ég einnig niður sumarið 2008. Eftir það hef ég gætt að þeim, skoðað með stækkunargleri (gleraugun mín), hlúð að með stuðningi og áburði. Þær hafa verið blaðfagrar en engir knúppar. Nú eru blöðin minni en knúpparnir margir. Þegar ég hafði bóndarósir í garðinum á Akranesi þá voru þær ekki eins lengi að taka við sér. Þær voru líka allar minni um sig. Líkast voru þær á sólríkari stað. Næst verður farið í að höggva niður tré :)
Túlipanarnir er mjög fallegir. Ég er með túlipana, lága og tvílita, bleika og gula, sem blómstra seint, eru enn í fullum blóma. Þessir rauðu, gulu, appelsínugulu og hrein bleiku eru allir búnir.
Keypti fúksíur um daginn. Eina sem þarf að fara í frostlaust, bjart rými yfir veturinn. Aðra sem þarf að vera upp við hús til að lifa, gott að setja grein yfir til að skýla. Hún er færeysk, harðger og sein. Blómin lítil en falleg. Hin er útlendingur í raun og viðkvæm. Blómin stór og falleg. Ég fæ bílskúrinn lánaðan, einnig loforð um vökvun öðru hvoru. Líklega er ég að komast á þann hluta ævinnar sem ég hef lengi beðið eftir. Rækta jurtir sem þurfa húsnæði yfir veturinn. Sé fyrir mér dalíur og fleira fallegt.
Eitt árið sett ég niður írisa (lauka). Það komu afburða falleg blóm fyrsta árið, svo hélt ég að það kæmu engin fleiri, bara blöð. Blómstur í fyrra og það eru knúppar í ár. Að vísu minni en fyrsta árið og seinna. Þetta eru risaplöntur, góðar þegar lygnt er en lítt til þess fallnar að standa sunnlenska lognið af sér án þess að svigna verulega.
Svei mér þá. Anemónurnar blómstra og breiða úr sér. Þær verða fegurri með hverju árinu. Árið 2008 hélt ég að ég væri að setja niður hnýði sem lifðu eitt sumar, óvíst með blóm. Það sumar var ég nokkuð viss. Svo ræfilslegt. Þegar leið á vorið 2009 þá sá ég eitthvað sem gæti verið anemóna gægjast upp úr moldinni. Núna er brúskurinn stór og blómin falleg.
Önnur gleðifregn er að bóndarósirnar ætla að blómstra í ár. Þær setti ég einnig niður sumarið 2008. Eftir það hef ég gætt að þeim, skoðað með stækkunargleri (gleraugun mín), hlúð að með stuðningi og áburði. Þær hafa verið blaðfagrar en engir knúppar. Nú eru blöðin minni en knúpparnir margir. Þegar ég hafði bóndarósir í garðinum á Akranesi þá voru þær ekki eins lengi að taka við sér. Þær voru líka allar minni um sig. Líkast voru þær á sólríkari stað. Næst verður farið í að höggva niður tré :)
Túlipanarnir er mjög fallegir. Ég er með túlipana, lága og tvílita, bleika og gula, sem blómstra seint, eru enn í fullum blóma. Þessir rauðu, gulu, appelsínugulu og hrein bleiku eru allir búnir.
Keypti fúksíur um daginn. Eina sem þarf að fara í frostlaust, bjart rými yfir veturinn. Aðra sem þarf að vera upp við hús til að lifa, gott að setja grein yfir til að skýla. Hún er færeysk, harðger og sein. Blómin lítil en falleg. Hin er útlendingur í raun og viðkvæm. Blómin stór og falleg. Ég fæ bílskúrinn lánaðan, einnig loforð um vökvun öðru hvoru. Líklega er ég að komast á þann hluta ævinnar sem ég hef lengi beðið eftir. Rækta jurtir sem þurfa húsnæði yfir veturinn. Sé fyrir mér dalíur og fleira fallegt.
Eitt árið sett ég niður írisa (lauka). Það komu afburða falleg blóm fyrsta árið, svo hélt ég að það kæmu engin fleiri, bara blöð. Blómstur í fyrra og það eru knúppar í ár. Að vísu minni en fyrsta árið og seinna. Þetta eru risaplöntur, góðar þegar lygnt er en lítt til þess fallnar að standa sunnlenska lognið af sér án þess að svigna verulega.