Föstudagur
Föstudagur, nú er hún alveg að koma. Helgin.
Líklega má ég varla skrifa eða segja þetta orð í framtíðinni nema ein í gluggalausu, hljóðeinangruðu herbergi. Helgi er nefnilega kristið orð, trúarlegt. Það gæti verið að einhverjum sem aðhyllist trúleysi þætti það fordómar að nota orð með trúarlega tilvísun um vikulok, fyrsta dag nýrrar viku .
Við erum heppin, í íslensku er einungis helgin og föstudagur með tilvísun í trú. Í Danmörk þá eru dagar Týs, Þórs og Freys. Þeir þurfa að breyta, að öllum líkindum snarlega.
Ég skrifa þetta þar sem nú er komin krafa frá Wiesenthal stofnuninni um að Passíusálmar verði ekki lesnir lengur í íslensku útvarpi. Þeir eru nefnilega andgyðinglegir. Þessi krafa er í ætt við margt sem við sjálf, hér á Íslandi, höfum sett fram. Það að ekki megi tengja kristna trú við jólin er af sama stofni. Stofni kúgunar hugarfars. Kúgunar einhverra sem vilja fyrst brjóta niður það sem er til og byggja svo annað. Eitthvað annað sem við fáum ekki að vita fyrirfram hvað verður.
Góð leið til að leysa upp samfélag er að eyðileggja gildin, siðina og slíta frá rótum.
Ég er kristin. Ég vil íslensk, kristin gildi. Ég tek vel á móti þeim sem flytja til Íslands en þeir verða að laga sig að mér og íslenskum, kristnum gildum. Ég ætla mér annað en verða hvít kona sem fylgir þeim sem galar hæst hverju sinni. Allt í orði mannréttinda, jöfnuðar og fordómaleysis.
Líklega má ég varla skrifa eða segja þetta orð í framtíðinni nema ein í gluggalausu, hljóðeinangruðu herbergi. Helgi er nefnilega kristið orð, trúarlegt. Það gæti verið að einhverjum sem aðhyllist trúleysi þætti það fordómar að nota orð með trúarlega tilvísun um vikulok, fyrsta dag nýrrar viku .
Við erum heppin, í íslensku er einungis helgin og föstudagur með tilvísun í trú. Í Danmörk þá eru dagar Týs, Þórs og Freys. Þeir þurfa að breyta, að öllum líkindum snarlega.
Ég skrifa þetta þar sem nú er komin krafa frá Wiesenthal stofnuninni um að Passíusálmar verði ekki lesnir lengur í íslensku útvarpi. Þeir eru nefnilega andgyðinglegir. Þessi krafa er í ætt við margt sem við sjálf, hér á Íslandi, höfum sett fram. Það að ekki megi tengja kristna trú við jólin er af sama stofni. Stofni kúgunar hugarfars. Kúgunar einhverra sem vilja fyrst brjóta niður það sem er til og byggja svo annað. Eitthvað annað sem við fáum ekki að vita fyrirfram hvað verður.
Góð leið til að leysa upp samfélag er að eyðileggja gildin, siðina og slíta frá rótum.
Ég er kristin. Ég vil íslensk, kristin gildi. Ég tek vel á móti þeim sem flytja til Íslands en þeir verða að laga sig að mér og íslenskum, kristnum gildum. Ég ætla mér annað en verða hvít kona sem fylgir þeim sem galar hæst hverju sinni. Allt í orði mannréttinda, jöfnuðar og fordómaleysis.