Afmæli
Í dag á ég afmæli. Ég elska afmæli, mitt og annarra. Mér finnst ég ekki þurfa vera teitiselskandi til að hafa gaman að því að fólk eldist, bæti á sig ári nú eða komi með skilaboð um hvernig veðrið hefur verið síðastliðið ár (það síðasta segi ég því sumir segja að afmælisdagur endurspegli veðurfar liðins árs).
Þegar ég var í bústaðnum um sl. helgi sá ég frétt sem ég las af áhuga, Victoria Beckham beygði sig og beyglaði fyrir (ljósmyndara, tískuhús eða eitthvað svoleiðis). Ég las af áhuga, hvernig beyglar maður sig? Hvernig gerir maður það? Myndin sem fylgdi var ekki af beyglaðri konu. Ég hugsaði og hugsaði (spurði engan, stundum held ég nördinum fyrir mig). Hvað var ólánsgreyið að hugsa sem varð fyrir þessu vinnuslysi? Ætlaði hann sér að nota bugta og beygja? Hvaða enska orð getur bæði þýtt sveigja og beygla? Svona pæli ég í þeim sem skrifa fréttir, hvað vakir fyrir þeim, hvers vegna telja þeir að fréttin eigi erindi til okkar. Beygluð mannvera er frétt, líkast til meiri frétt en beygluð dós.
Nú er ég með aldeilis fína bók, Min mosters migræne. Ég gæti trúað því að ég hafi verið Hanne Vibeke Holst í fyrra lífi (að vísu er hún fædd 1959 og ég 1957 en samt, það hlýtur að vera fræðilegur möguleiki að ég hafi verið hún). Það sem af er bókinni erum við á sömu línu, hugsum svipað um konur og verk þeirra. Verst er að bókin er frekar fáar blaðsíður eða u.þ.b. 200. Af þeim sökum les ég Elisabeth George inn á milli, allt gert til að geta notið mígrenis lengur.
Við förum í leikhús í kvöld, Sædýrasafnið í Þjóðleikhúsinu. Leikrit sem er svo nýtískulegt að ég hefði seint farið á það ef ég hefði keypt einn og einn miða. Í haust keyptum við forskotsmiða á 5 sýningar, ódýrt og öll verkin þannig að ég hefði ekki séð þau annars. Hugsanlega gerum við þetta aftur næsta haust, hugsanlega.
Þegar ég var í bústaðnum um sl. helgi sá ég frétt sem ég las af áhuga, Victoria Beckham beygði sig og beyglaði fyrir (ljósmyndara, tískuhús eða eitthvað svoleiðis). Ég las af áhuga, hvernig beyglar maður sig? Hvernig gerir maður það? Myndin sem fylgdi var ekki af beyglaðri konu. Ég hugsaði og hugsaði (spurði engan, stundum held ég nördinum fyrir mig). Hvað var ólánsgreyið að hugsa sem varð fyrir þessu vinnuslysi? Ætlaði hann sér að nota bugta og beygja? Hvaða enska orð getur bæði þýtt sveigja og beygla? Svona pæli ég í þeim sem skrifa fréttir, hvað vakir fyrir þeim, hvers vegna telja þeir að fréttin eigi erindi til okkar. Beygluð mannvera er frétt, líkast til meiri frétt en beygluð dós.
Nú er ég með aldeilis fína bók, Min mosters migræne. Ég gæti trúað því að ég hafi verið Hanne Vibeke Holst í fyrra lífi (að vísu er hún fædd 1959 og ég 1957 en samt, það hlýtur að vera fræðilegur möguleiki að ég hafi verið hún). Það sem af er bókinni erum við á sömu línu, hugsum svipað um konur og verk þeirra. Verst er að bókin er frekar fáar blaðsíður eða u.þ.b. 200. Af þeim sökum les ég Elisabeth George inn á milli, allt gert til að geta notið mígrenis lengur.
Við förum í leikhús í kvöld, Sædýrasafnið í Þjóðleikhúsinu. Leikrit sem er svo nýtískulegt að ég hefði seint farið á það ef ég hefði keypt einn og einn miða. Í haust keyptum við forskotsmiða á 5 sýningar, ódýrt og öll verkin þannig að ég hefði ekki séð þau annars. Hugsanlega gerum við þetta aftur næsta haust, hugsanlega.