Jafnaðarmennska eða heimtufrekja og tillitsleysi
Það er all langt síðan fyrstu hugmyndir að sósíalisma, kommúnisma og jafnaðarmennsku kom fyrst fram í ræðu og riti.
Hér á landi hefur þeim sem hafa haldið slíkum kenningum og lífsskoðunum á lofti oftast verið kennt um flest sem illa fer og lagt illt til þeirra.
Ég geri mér fulla grein fyrir að það eru til öfgar í þessum kenningum, eins og öðrum. Ég óska engum að hafa lifað í Albaníu, búið við hörmungar Stalíns eða harðræði Norður-Kóreu.
Samt sem áður hef ég oft verið á sama máli. Jafnræði er af hinu góða. Samfélagsleg ábyrgð er góð.
Íslendingar eru afar stoltir af framtaki einstaklings og frábiðja sér alla afskiptasemi hins opinbera. Það er kallað eftir lægri sköttum og minni þjónustu hins opinbera svo sem að heilsugæsla og sjúkrahús verði rekin af félögum og einstaklingum, án afskipta ríkis og sveitarfélaga.
Um leið og barist er af hörku og ákefð fyrir fullkomnu frelsi einstaklings og félaga er engur minni umræða um mat sem börn á grunnskólaaldri er boðið upp á.
Mér heyrist að það sé skólanna að sjá um að börn borði rétt samsetta fæðu. Borði það sem uppfyllir viðmið lýðheilsu og heilbrigðra lífshátta. Ég tel að í raun og veru sé krafa margra foreldra sú að grunn- og leikskólar eigi að sjá um börnin, lána foreldrum þau nokkra vökutíma á hverjum sólarhring og taka við þeim aftur. Kenna þeim að borða rétt, kenna þeim að hreyfa sig, kenna þeim mannasiði, kenna þeim umgengni, kenna þeim að reima skó og renna úlpu.
Ég skil alltaf minna og minna í því hvers vegna hér á landi eru fáar sem engar kommúnur eða samyrkjubú. Ég skil alltaf minna og minna í því hvers vegna fólk er yfirhöfuð að eignast börn fyrst það er ætlast til þess að hið ljóta opinbera skrímsli sjái svo um allt nema montið þegar vel gengur.
Hér á landi hefur þeim sem hafa haldið slíkum kenningum og lífsskoðunum á lofti oftast verið kennt um flest sem illa fer og lagt illt til þeirra.
Ég geri mér fulla grein fyrir að það eru til öfgar í þessum kenningum, eins og öðrum. Ég óska engum að hafa lifað í Albaníu, búið við hörmungar Stalíns eða harðræði Norður-Kóreu.
Samt sem áður hef ég oft verið á sama máli. Jafnræði er af hinu góða. Samfélagsleg ábyrgð er góð.
Íslendingar eru afar stoltir af framtaki einstaklings og frábiðja sér alla afskiptasemi hins opinbera. Það er kallað eftir lægri sköttum og minni þjónustu hins opinbera svo sem að heilsugæsla og sjúkrahús verði rekin af félögum og einstaklingum, án afskipta ríkis og sveitarfélaga.
Um leið og barist er af hörku og ákefð fyrir fullkomnu frelsi einstaklings og félaga er engur minni umræða um mat sem börn á grunnskólaaldri er boðið upp á.
Mér heyrist að það sé skólanna að sjá um að börn borði rétt samsetta fæðu. Borði það sem uppfyllir viðmið lýðheilsu og heilbrigðra lífshátta. Ég tel að í raun og veru sé krafa margra foreldra sú að grunn- og leikskólar eigi að sjá um börnin, lána foreldrum þau nokkra vökutíma á hverjum sólarhring og taka við þeim aftur. Kenna þeim að borða rétt, kenna þeim að hreyfa sig, kenna þeim mannasiði, kenna þeim umgengni, kenna þeim að reima skó og renna úlpu.
Ég skil alltaf minna og minna í því hvers vegna hér á landi eru fáar sem engar kommúnur eða samyrkjubú. Ég skil alltaf minna og minna í því hvers vegna fólk er yfirhöfuð að eignast börn fyrst það er ætlast til þess að hið ljóta opinbera skrímsli sjái svo um allt nema montið þegar vel gengur.