Síðustu dagar október
Nú eru síðustu dagar október. Haustið hefur verið með eindæmum gott hér sunnan lands. Við fengum ekki hret eins og Norðlendingar í byrjun september. Engin haustlægð komið með beljandi suðaustan átt eða enn verri suðvestan. Nú er aftur hret fyrir norðan, ef hret skyldi kalla. Spár segja að það verði viðvarandi norðanátt, snjókoma og frost fram yfir helgi. Allt upp í 20 m/sek. Hér fyrir sunnan verður þurrt, hvasst með fjöllum þar sem honum slær niður og svo út á sjó. Mikið hlýrra en fyrir norðan.
Ég þakka fyrir að lægð eins og kom í september 1973 eða apríl 2010 sé utan spákorta. Ég man eftir lægðinni 1973. Þá vorum við Baddi á ferð í sendibíl KÁ í Þorlákshöfn, hann gekk allur til. Ég man líka eftir lægðinni í apríl, þá fór allt sem farið gat, meira að segja sandur spændist upp úr fjörum og langt upp á land.
Undanfarna daga hef ég verið hálfgerður lasarus og þó. Ég fann hvernig ég eiginlega lyppaðist niður að kvöldi fimmtudags. Ég kom mér heim með hraði. Hef síðan haft seyðing í hálsi, kláða í augum og nefið hálfstíflað af og til. Ég hef verið í vinnu og það hefur verið í góðu, get lesið, skrifað og dregið ályktanir. Aftur á móti hef ég litla eirð, það er slæmt að klæja í augun.
Ég fór til húðsjúkdómalæknis í dag. Lét klippa nokkrar gamalmenna vörtur af hálsi og svo voru tvö þykkildi fryst. Annað á kinnbeini, hitt á framhandlegg. Ég hef fengið þykkildi áður, þá á vanga. Þegar þau eru fryst þá kemur ekkert ör, lítill roði og húðin er fljót að jafna sig. Líklega verð ég að vera vakandi fyrir vörtunum og þykkildunum í framtíðinni. Þetta fylgir aldri, annað er meinlaust en vont að hafa á hálsi, hitt er einnig meinlaust og er afleiðing lífsins. Húðin heldur að hún hafi skaðast og endurnýjar sig í sífellu.
Á laugardaginn er dagur myndlistarinnar, þá er opin stofa á Seljavegi 32. Þangað langar mig að fara, sjá hvað Anna Sigga er að gera núna.
Ég þakka fyrir að lægð eins og kom í september 1973 eða apríl 2010 sé utan spákorta. Ég man eftir lægðinni 1973. Þá vorum við Baddi á ferð í sendibíl KÁ í Þorlákshöfn, hann gekk allur til. Ég man líka eftir lægðinni í apríl, þá fór allt sem farið gat, meira að segja sandur spændist upp úr fjörum og langt upp á land.
Undanfarna daga hef ég verið hálfgerður lasarus og þó. Ég fann hvernig ég eiginlega lyppaðist niður að kvöldi fimmtudags. Ég kom mér heim með hraði. Hef síðan haft seyðing í hálsi, kláða í augum og nefið hálfstíflað af og til. Ég hef verið í vinnu og það hefur verið í góðu, get lesið, skrifað og dregið ályktanir. Aftur á móti hef ég litla eirð, það er slæmt að klæja í augun.
Ég fór til húðsjúkdómalæknis í dag. Lét klippa nokkrar gamalmenna vörtur af hálsi og svo voru tvö þykkildi fryst. Annað á kinnbeini, hitt á framhandlegg. Ég hef fengið þykkildi áður, þá á vanga. Þegar þau eru fryst þá kemur ekkert ör, lítill roði og húðin er fljót að jafna sig. Líklega verð ég að vera vakandi fyrir vörtunum og þykkildunum í framtíðinni. Þetta fylgir aldri, annað er meinlaust en vont að hafa á hálsi, hitt er einnig meinlaust og er afleiðing lífsins. Húðin heldur að hún hafi skaðast og endurnýjar sig í sífellu.
Á laugardaginn er dagur myndlistarinnar, þá er opin stofa á Seljavegi 32. Þangað langar mig að fara, sjá hvað Anna Sigga er að gera núna.