Bjartsýni, líklega ódrepandi bjartsýni
Ég var að lesa seinasta bloggið mitt.
Þá hlakkaði ég til næstu viku, spáð sunnanátt og líkast til auðveldara að hjóla en var.
Eru mörk á leyfilegri bjartsýni? Er hægt að reikna með því að sæmilega veðurglögg kona sem hefur gaman af útiveru og hefur náð 52 ára aldri hafi hemil á bjartsýni þegar veðurspár eru til umræðu? Ég bara spyr.
Þessi vika hefur verið áskorun, hrein og bein áskorun. Ég hef borist með vindum, ekki þurft að stíga hjólið áfram. Á öðrum tímum hef ég barist við hjólið, dregið það áfram eins og þrjóskan krakka. Bitið saman vörum, beygt mig fram og haft það af, haft það af að þrjóskast á móti sunnan áttinni milli Brunnastaða og Voga. Leið sem er falleg og fljót yfirferðar á góðum degi. Er nema von þó velviljaðir samstarfsmenn haldi því fram að það sé hættulegt að hreyfa sig? Þeir sjá mig koma í sundlaugina, gangandi, blauta, hrakta, vindbarða, örsjaldan hjólandi, oftast brosandi.
Ég hlakka til að hjóla á föstudaginn. Þá er spáð einmunaveðri. Synd að svo skuli vera helgi, vonast til að spáin fram í næstu viku haldi. Það er spáð hægu veðri og lítilli úrkomu :)
Þá hlakkaði ég til næstu viku, spáð sunnanátt og líkast til auðveldara að hjóla en var.
Eru mörk á leyfilegri bjartsýni? Er hægt að reikna með því að sæmilega veðurglögg kona sem hefur gaman af útiveru og hefur náð 52 ára aldri hafi hemil á bjartsýni þegar veðurspár eru til umræðu? Ég bara spyr.
Þessi vika hefur verið áskorun, hrein og bein áskorun. Ég hef borist með vindum, ekki þurft að stíga hjólið áfram. Á öðrum tímum hef ég barist við hjólið, dregið það áfram eins og þrjóskan krakka. Bitið saman vörum, beygt mig fram og haft það af, haft það af að þrjóskast á móti sunnan áttinni milli Brunnastaða og Voga. Leið sem er falleg og fljót yfirferðar á góðum degi. Er nema von þó velviljaðir samstarfsmenn haldi því fram að það sé hættulegt að hreyfa sig? Þeir sjá mig koma í sundlaugina, gangandi, blauta, hrakta, vindbarða, örsjaldan hjólandi, oftast brosandi.
Ég hlakka til að hjóla á föstudaginn. Þá er spáð einmunaveðri. Synd að svo skuli vera helgi, vonast til að spáin fram í næstu viku haldi. Það er spáð hægu veðri og lítilli úrkomu :)