Hverdagur

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, June 17, 2010

Endurnýjun og viðhald

Hitti fólk í dag sem ég hef ekki hitt í fleiri ár. Á sínum tíma vorum við ágætir vinir, sáumst oft og þekktumst ágætlega.

Endurnýjuðum kynnin í dag. Rifjuðum upp og uppfærðum þekkingu. Það er endurnýjun sem bragð er að. Nú er að halda kynnunum við.

Ég fékk nýja hárlínu á þriðjudaginn (finnst laugardagur í dag og því er í fyrradag fimmtudagur). Til að línan njóti sín þarf ég að setja sléttivökva í hárið og blása svo og bursta. Þetta er meiriháttar mál fyrir mig. Ég hef oftast notað fingurna til að laga hárið, hitt er nýjung. Í morgun gekk þetta ágætlega enda hafði ég nokkra klukkutíma. Var og er að reyna að sjá fyrir mér hvernig næstu morgnar verða. Engar áhyggjur af helgum, þá verð ég au naturel. Næst klipping í ágúst. Hugsanlega verður önnur breyting þá.

Monday, June 14, 2010

Gat það - fann út úr snjáldursíðunni

Fyrir miðri þessari mynd finndist mér íris ætti að blómstra

Ég er svo tölvulæs. Skrítið en risaeðla eins og ég (eitt sinn hafði ég vélstjórnarréttindi á IBM S34-36 og AS 400) getur kraflað sig fram úr flestu sem ég hef áhuga á og tengist tölvum.

Þó er eitt sem ég virðist vera lengi að ná tökum á. Það er nýi síminn minn. Hann lokar enn á símtöl frá Sigmundi. Ætli ég verði ekki að brjóta odd af oflæti mínu og leita til fagmanna.



Í dag skipti ég um vinnu. Í dag varð ég bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Svo er ég svo heppin að kynnast fullt af nýju fólki. Flestir bæjarfulltrúar eru nýir. Það bætist sífellt í hóp þeirra í Vogunum sem ég kannast við.



Hvernig er það, blómstra írisar yfirleitt bara einu sinni? Haustið 2008 setti ég niður lauka, þeir blómstruðu svo fínt í fyrra. Nú koma bara blöð. Getur verið að laukarnir séu í raun einærir?

Mót niðja Pálínu og Einars

Það kemur nú ekki til af góðu að ég blogga eftir að hafa verið löt í ár.
Meinið er að ég kann betur að setja ýmislegt inn á blogg en snjáldursíðu. Til dæmis gengur mér bærilega að setja hlekki inn á snjáldrið en verr að finna fjöldapóst. Svo, til að fara milliveg á meðan ég finn fjöldapóstinn þá set ég inn á bloggið.

Ættarmót afkomenda Einars og Pálínu í Einholti
Haldið að Þingborg í Árnessýslu dagana 25.- 27. júní 2010.
Hægt að vera með tjöld og húsbíla, einnig er aðstaða fyrir svefnpokapláss inni í húsinu, þar er einnig ágætis eldhús.
Fólk getur komið á svæðið fljótlega upp úr hádegi á föstudeginum, og farið síðdegis á sunnudag.
Veitingar :
Það verður kaffi á könnunni.
Að öðru leyti sjá gestir sér sjálfir fyrir nesti, hægt er að grilla úti, og einnig elda inni í eldhúsi, fer eftir veðri. Dagskrá er ekki í mjög föstum skorðum, þó er stefnt að því að hafa leiki fyrir börnin síðdegis á laugardeginum, og við munum leggja á borð inni fyrir hópinn, svo hægt verði að matast sameiginlega, þó hver fjölskylda eldi fyrir sig.
Páll Skaftason hefur góð orð um að taka með sér gítar- og söngraddir verða áreiðanlega til staðar.
Einnig fá okkur morgunkaffi/hádegisverð í sameiningu á sunnudeginum.
Takið með ykkur sundfötin, það er hægt að fara í heitan pott á staðnum ef vilji er fyrir hendi til þess.

VERÐ : 1.000 – 2.000 kr., fer eftir þátttöku, en húsaleigan er sú sama, óháð fjölda sem kemur (þess vegna skulum við endilega fjölmenna)J

Upplýsingar : Inga Vigf. s. 895 6126, Margrét Unnur s. 898 9549