Samningar á vinnumarkaði - stéttarfélög
Nú ræða aðilar á vinnumarkaði saman til að koma í veg fyrir að samningar verði lausir í haust. Það er víst hætta á því að samningar verði lausir vegna þess hve verðbólga er mikil. Verðbólgan eykst og eykst vegna þess að smásalar greiða mjólkina ekki niður. Þær leiðir sem eru helst ræddar beinast flestar að því hvernig ríkið geti greitt götu ASÍ og SA. Rætt hefur verið um breytingu á barnabótum, þær verði greiddar til 18 ára aldurs. Rætt hefur verið um vaxtabætur, endurskoða þarf reglur þar um. Er fólk taldi fram í vor þá kom í ljós að ótrúlega margir fá ekki vaxtabætur nú í ágúst. Eignir höfðu aukist umfram skuldir. Þá hefur verið rætt um fleiri skattþrep, svokallað láglaunaskattþrep (væri ekki hægt að kalla það aumingjaskattþrep?). Hvernig væri að hækka persónuafslátt svo skattleysismörk væru viðunandi? Svo eru það lífeyrissjóðir, almennir og opinberir. Þar virðist LSR vera slegið saman við Lífeyrissjóð ráðherra og alþingismanna alveg án þess að viðmælendur skammist sín. Ég hef ekki mikinn tíma til að blogga núna en eitt vil ég segja að lífeyrissjóðurinn minn og þær greiðslur sem ég get fengið úr honum eru ekki í neinu samræmi við lífeyrissjóð ráðherra og alþingismanna.
Enn og aftur virðist ASÍ ætla að reyna að ná þokkalegum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna niður á grunnþrep það er almennir lífeyrissjóðir eru í. Finnst ykkur nokkurt vit í baráttu þar sem aðalatriðið er að allir fari niður á lægsta þrep í stað þess að vinna að því að hinir fari upp. Þar að auki er athugandi að bera í raun saman hver munur er á áunnum rétti þess er byrjar í ár að greiða í LSR og annars er byrjar að greiða í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Ég veit að LSR er með bakábyrgð ríkisins en er ekki viss á að það sé meiri munur að öðru leyti, réttindi vinnast svipað. Það er löngu hætt að opinberir starfsmenn fái lífeyri eftir launum eftirmanns.
Bíðið þið - ég skrifa meira á morgun eða hinn. Nú bíður sigin grásleppa.
Enn og aftur virðist ASÍ ætla að reyna að ná þokkalegum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna niður á grunnþrep það er almennir lífeyrissjóðir eru í. Finnst ykkur nokkurt vit í baráttu þar sem aðalatriðið er að allir fari niður á lægsta þrep í stað þess að vinna að því að hinir fari upp. Þar að auki er athugandi að bera í raun saman hver munur er á áunnum rétti þess er byrjar í ár að greiða í LSR og annars er byrjar að greiða í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Ég veit að LSR er með bakábyrgð ríkisins en er ekki viss á að það sé meiri munur að öðru leyti, réttindi vinnast svipað. Það er löngu hætt að opinberir starfsmenn fái lífeyri eftir launum eftirmanns.
Bíðið þið - ég skrifa meira á morgun eða hinn. Nú bíður sigin grásleppa.