Hverdagur

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, March 27, 2020

Vinnuaðstaðan


Tuesday, March 24, 2020

Að standa með sjálfri sér

Nú eða hrynja með sjálfri sér. Eða liggja flöt með sjálfri sér. Að gráta með sjálfri sér.

Hvers vegna finnst mörgum að þegar kona stendur með sjálfum sér þá sé tekið skref til að harka af sér. Vera uppréttur. Ef ég vil liggja flöt og gráta, geri ég þá eitthvað annað en standa með sjálfri mér ef ég geri einmitt það?

Sú sem stendur með sjálfri sér hlýtur að gera það í blíðu og stríðu, sýnir sjálfri sér umhyggju og huggar. Leyfir að bogna, plástrar yfir þegar molnar úr, blæs á bágtið.

Það sem mér reynist erfitt núna er að komast ekki í sund, fjandans Covid19 sem gerir það að verkum að sundlaugum er lokað.

Sunday, March 22, 2020

Áhætta

Hvað er áhætta? Hvenær er hún mest?
Líklega er mest áhætta fólgin í að lifa.
Hver er tilbúinn að fórna lífinu til að forðast áhættu?

Ég undirbý  mig fyrir nýja vinnuviku. Nýtt líf. Fjarvinna, það hélt ég að ég myndi aldrei gera en svo lærir sem lifir.

Saturday, March 21, 2020

Allt fram streymir

Í dag borðaði ég salat með brauði.
Í salatinu var lúða sem gekk af í gærkvöldi. Með því var laukur sem ég lagði í lög í desember.
Eftir að búið var að ganga frá þá tók ég slátur, blóðmör og lifrarpylsu, úr frystikistunni.

Það fór dágóður tími í flokkun og tiltekt í dag. Þvo umbúðir, taka saman, setja í rétta/r tunnur og einnig í moltu.

Textinn að ofan eru drög frá því í  febrúar í fyrra.
Í  dag þvoði ég af rúminu, gekk frá þvotti, fór í búðir. Hugsa. Opna bloggið.

Í  dag reyni ég að fóta mig í Covid19. Set upp Skype á spjaldið. Velti vlog fyrir mér. Dreg fram lesefni sem ég hef lítið pælt í eftir að ég fékk vinnu.

Ég hef löngum undrast fólk sem er þrautseigt með seiglu. Fólk sem stofnar andspyrnu og er virkt í aðgerðum. Fólk sem leggur lífið að veði við að hjálpa öðrum.

Ég les um það og fræðist en það þarf meira til. Það hljóta að vera sérstakar tengingar í heila þeirra. Við hvaða aðstæður verða þær til?