Hverdagur

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, March 05, 2014

Öskudagur

Í dag er öskudagur, oft hefur verið heldur leitt á öskudag, blautt og hvasst. Nú snjóar á suðvesturhorninu, vonandi er lygnt fyrir norðan og austan. Á Vestfjörðum var sælan tekin út á bolludag.
Ég hef verið óvenju virk þessa dagana.
Bakaði bollur á sunnudag, gerði fiskbollur á bolludag, hakkaði fisk og alles. Sauð baunir á sprengidag, lagði í bleyti að kvöldi bolludags (þó fullyrt sé á pakkningum að þess þurfi ekki). Sauð upp á baununum um miðjan dag, fleytti ofan af og allt það. Setti kjötbita, flesk (fyrir Sigmnund), lauk og grænmeti í pottinn um leið og kjötið fór yfir. Held bara að baunirnar hafi verið óvenju góðar.
Í dag, öskudag, hef ég bakað. Prófað uppskriftir að kökum sem Sigmundur heillaðist af. Ég bakaði kaffiköku með mokkakremi og svo kryddköku með hnetum fyrir mig. Horfi öðru hvoru á öskupoka sem ég fann í kössum. Veit að ég á einhvers staðar einn útsaumaðan sem kom frá ömmu hans Barða. Ef ég finn hann þá ætla ég að ramma hann inn.