Forsetar
Í sumar verður kosið um hver verður forseti næsta kjörtímabil á Íslandi. Í haust verður kosið um hver verður forseti í Bandaríkjunum næsta kjörtímabil.
Lengi, lengi hef ég amast við og slökkt á fréttum þegar fluttar hafa verið fréttir af forvali stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Lengi hef ég illa skilið hvers vegna við á Íslandi þurfum að fá mælt með dropateljara allt um alla sem gefa frá sér hugmynd um að þá langar til að bjóða sig fram til forseta.
Lítið fékk ég að heyra í íslenskum fréttum um kosningar til forseta í Finnlandi fyrr í vetur. Lítið fæ ég að heyra um komandi kosningar til forseta í Frakklandi. Lítið fékk ég að heyra um hvernig forseti Þýskalands er valinn og hvers vegna sá sem nú er forseti varð fyrir valinu (var kjörinn eða hvað sem það nú er).
Þó kastar tólfunum fréttir um þá sem nú þegar hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram til forseta á Íslandi. Eiginlega mæðist ég mest yfir skringilegri slagsíðu. Það er alveg ljóst að þeir sem skrifa í blöð, tala í útvarp og koma í sjónvarp eru þegar ákveðnir. Þóra Arnórsdóttir er frábær, góð, móðurleg, skynsöm, mjúk og hefur engar skoðanir á pólitík. Herdís getur stuðað. Svo koma pistlar um að það sé vont ef það eru tvær konur eða fleiri í framboði. Þá munu atkvæði dreifast og hvorug verður forseti (ekki heldur sú móðurlega). Lagt er til að þær tvær komi sér saman um hvor víkji. Eiginlega er beðið um að fleiri konur bjóði sig ekki fram. Það er ekki minnst á karlana. Við þurfum sjálfsagt lítið að vita hvernig þeir eru. Hvort þeir eru harðir, frumkvæðir, stjórnendur, föðurlegir og afdráttarlausir. Allt það sem prýðir sanna karlmenn.
Ég hef ákveðna skoðun. Ég vil hafa Ólaf Ragnar áfram. Ég vil hafa hann þar til hann annað hvort deyr eða verður elliær. Þá á að leggja embættið niður.
Lengi, lengi hef ég amast við og slökkt á fréttum þegar fluttar hafa verið fréttir af forvali stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Lengi hef ég illa skilið hvers vegna við á Íslandi þurfum að fá mælt með dropateljara allt um alla sem gefa frá sér hugmynd um að þá langar til að bjóða sig fram til forseta.
Lítið fékk ég að heyra í íslenskum fréttum um kosningar til forseta í Finnlandi fyrr í vetur. Lítið fæ ég að heyra um komandi kosningar til forseta í Frakklandi. Lítið fékk ég að heyra um hvernig forseti Þýskalands er valinn og hvers vegna sá sem nú er forseti varð fyrir valinu (var kjörinn eða hvað sem það nú er).
Þó kastar tólfunum fréttir um þá sem nú þegar hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram til forseta á Íslandi. Eiginlega mæðist ég mest yfir skringilegri slagsíðu. Það er alveg ljóst að þeir sem skrifa í blöð, tala í útvarp og koma í sjónvarp eru þegar ákveðnir. Þóra Arnórsdóttir er frábær, góð, móðurleg, skynsöm, mjúk og hefur engar skoðanir á pólitík. Herdís getur stuðað. Svo koma pistlar um að það sé vont ef það eru tvær konur eða fleiri í framboði. Þá munu atkvæði dreifast og hvorug verður forseti (ekki heldur sú móðurlega). Lagt er til að þær tvær komi sér saman um hvor víkji. Eiginlega er beðið um að fleiri konur bjóði sig ekki fram. Það er ekki minnst á karlana. Við þurfum sjálfsagt lítið að vita hvernig þeir eru. Hvort þeir eru harðir, frumkvæðir, stjórnendur, föðurlegir og afdráttarlausir. Allt það sem prýðir sanna karlmenn.
Ég hef ákveðna skoðun. Ég vil hafa Ólaf Ragnar áfram. Ég vil hafa hann þar til hann annað hvort deyr eða verður elliær. Þá á að leggja embættið niður.