Hverdagur

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, June 27, 2011

Ár

Aldrei fór það svo að ég gleymdi síðunni minni.
Datt í hug að líta inn um daginn. Las liðin skrif. Ótrúlegt hve ég var neikvæð á tíma. Fegin að hafa náð mér upp úr því.
Vorið er búið að vera skrítið. Kalt og þurrt. Hugsanlega er það líkt og ég man eftir. Þegar bjöllurnar hröktust af hreiðrum og varp misfórst. Þegar ég gekk sandana aftur og aftur í leit að eggjum og fékk rétt neðan í fötu. Þegar bjöllurnar verptu í skafla í Akrafjalli. Nú hljóma ég eins og ég sé afgömul. Egg, skaflar og fata!