Hverdagur
Friday, March 27, 2020
Tuesday, March 24, 2020
Að standa með sjálfri sér
Nú eða hrynja með sjálfri sér. Eða liggja flöt með sjálfri sér. Að gráta með sjálfri sér.
Hvers vegna finnst mörgum að þegar kona stendur með sjálfum sér þá sé tekið skref til að harka af sér. Vera uppréttur. Ef ég vil liggja flöt og gráta, geri ég þá eitthvað annað en standa með sjálfri mér ef ég geri einmitt það?
Sú sem stendur með sjálfri sér hlýtur að gera það í blíðu og stríðu, sýnir sjálfri sér umhyggju og huggar. Leyfir að bogna, plástrar yfir þegar molnar úr, blæs á bágtið.
Það sem mér reynist erfitt núna er að komast ekki í sund, fjandans Covid19 sem gerir það að verkum að sundlaugum er lokað.
Hvers vegna finnst mörgum að þegar kona stendur með sjálfum sér þá sé tekið skref til að harka af sér. Vera uppréttur. Ef ég vil liggja flöt og gráta, geri ég þá eitthvað annað en standa með sjálfri mér ef ég geri einmitt það?
Sú sem stendur með sjálfri sér hlýtur að gera það í blíðu og stríðu, sýnir sjálfri sér umhyggju og huggar. Leyfir að bogna, plástrar yfir þegar molnar úr, blæs á bágtið.
Það sem mér reynist erfitt núna er að komast ekki í sund, fjandans Covid19 sem gerir það að verkum að sundlaugum er lokað.
Sunday, March 22, 2020
Áhætta
Hvað er áhætta? Hvenær er hún mest?
Líklega er mest áhætta fólgin í að lifa.
Hver er tilbúinn að fórna lífinu til að forðast áhættu?
Ég undirbý mig fyrir nýja vinnuviku. Nýtt líf. Fjarvinna, það hélt ég að ég myndi aldrei gera en svo lærir sem lifir.
Líklega er mest áhætta fólgin í að lifa.
Hver er tilbúinn að fórna lífinu til að forðast áhættu?
Ég undirbý mig fyrir nýja vinnuviku. Nýtt líf. Fjarvinna, það hélt ég að ég myndi aldrei gera en svo lærir sem lifir.
Saturday, March 21, 2020
Allt fram streymir
Í dag borðaði ég salat með brauði.
Í salatinu var lúða sem gekk af í gærkvöldi. Með því var laukur sem ég lagði í lög í desember.
Eftir að búið var að ganga frá þá tók ég slátur, blóðmör og lifrarpylsu, úr frystikistunni.
Það fór dágóður tími í flokkun og tiltekt í dag. Þvo umbúðir, taka saman, setja í rétta/r tunnur og einnig í moltu.
Textinn að ofan eru drög frá því í febrúar í fyrra.
Í dag þvoði ég af rúminu, gekk frá þvotti, fór í búðir. Hugsa. Opna bloggið.
Í dag reyni ég að fóta mig í Covid19. Set upp Skype á spjaldið. Velti vlog fyrir mér. Dreg fram lesefni sem ég hef lítið pælt í eftir að ég fékk vinnu.
Ég hef löngum undrast fólk sem er þrautseigt með seiglu. Fólk sem stofnar andspyrnu og er virkt í aðgerðum. Fólk sem leggur lífið að veði við að hjálpa öðrum.
Ég les um það og fræðist en það þarf meira til. Það hljóta að vera sérstakar tengingar í heila þeirra. Við hvaða aðstæður verða þær til?
Í salatinu var lúða sem gekk af í gærkvöldi. Með því var laukur sem ég lagði í lög í desember.
Eftir að búið var að ganga frá þá tók ég slátur, blóðmör og lifrarpylsu, úr frystikistunni.
Það fór dágóður tími í flokkun og tiltekt í dag. Þvo umbúðir, taka saman, setja í rétta/r tunnur og einnig í moltu.
Textinn að ofan eru drög frá því í febrúar í fyrra.
Í dag þvoði ég af rúminu, gekk frá þvotti, fór í búðir. Hugsa. Opna bloggið.
Í dag reyni ég að fóta mig í Covid19. Set upp Skype á spjaldið. Velti vlog fyrir mér. Dreg fram lesefni sem ég hef lítið pælt í eftir að ég fékk vinnu.
Ég hef löngum undrast fólk sem er þrautseigt með seiglu. Fólk sem stofnar andspyrnu og er virkt í aðgerðum. Fólk sem leggur lífið að veði við að hjálpa öðrum.
Ég les um það og fræðist en það þarf meira til. Það hljóta að vera sérstakar tengingar í heila þeirra. Við hvaða aðstæður verða þær til?
Friday, February 01, 2019
Vatn
Ég fer oft í sund. Nota sturturnar eins lengi og ég get, stundum líka þá sem er úti. Pottarnir, allir nema sá kaldasti, laugin. Allt svo gott.
Ég þakka oft fyrir að fá að vera þar sem heitt vatn er ómælt og ódýrt.
Ég þakka oft fyrir að fá að vera þar sem kalt vatn er ómælt og ódýrt.
Ég þakka oft fyrir að vera þar sem það kostar ekkert að láta fleiri mínútulítra renna í frárennslið.
Svo hef ég fylgst með fréttum. Vissi af að það væri þurrð á heitu vatni í Þorlákshöfn, jafnvel að sumri. Vissi að kostnaður í Rangárþingi hefði hækkað vegna þess að þar er selt eftir mæli og þegar hitastigið lækkaði þá hækkaði reikningurinn. Vissi að það hafði borið við að sundlaugin á Hvolsvelli væri lokuð vegna þess að það vantaði nóg heitt vatn.
Því kom mér á óvart að það væri blásið út af Orkuveitunni að það væri svo kalt núna að það þyrfti kannski að skammta vatn og hætta að láta stórnotendur fá vatn. Hvað kom svo í ljós, sundlaugin í Þorlákshöfn og sundlaugarnar í Rangárþingi fengu ekki nóg vatn.
Svo var ákall um að notendur færu betur með (það myndi ekkert hjálpa þeim fyrir austan fjall).
Hætta að hafa glugga opna, renna stanslaust og láta allt of heitt fara út af kerfum.
Svo kom enn eitt rausið um að unga fólkið kynni ekki að fara með. Það eldra sparaði og kynni að meta gæðin.
Ég segi nú bara, þetta fjandans unga fólk sem kann ekkert. Ekki einu sinni að sofna á kvöldin.
Ég þakka oft fyrir að fá að vera þar sem heitt vatn er ómælt og ódýrt.
Ég þakka oft fyrir að fá að vera þar sem kalt vatn er ómælt og ódýrt.
Ég þakka oft fyrir að vera þar sem það kostar ekkert að láta fleiri mínútulítra renna í frárennslið.
Svo hef ég fylgst með fréttum. Vissi af að það væri þurrð á heitu vatni í Þorlákshöfn, jafnvel að sumri. Vissi að kostnaður í Rangárþingi hefði hækkað vegna þess að þar er selt eftir mæli og þegar hitastigið lækkaði þá hækkaði reikningurinn. Vissi að það hafði borið við að sundlaugin á Hvolsvelli væri lokuð vegna þess að það vantaði nóg heitt vatn.
Því kom mér á óvart að það væri blásið út af Orkuveitunni að það væri svo kalt núna að það þyrfti kannski að skammta vatn og hætta að láta stórnotendur fá vatn. Hvað kom svo í ljós, sundlaugin í Þorlákshöfn og sundlaugarnar í Rangárþingi fengu ekki nóg vatn.
Svo var ákall um að notendur færu betur með (það myndi ekkert hjálpa þeim fyrir austan fjall).
Hætta að hafa glugga opna, renna stanslaust og láta allt of heitt fara út af kerfum.
Svo kom enn eitt rausið um að unga fólkið kynni ekki að fara með. Það eldra sparaði og kynni að meta gæðin.
Ég segi nú bara, þetta fjandans unga fólk sem kann ekkert. Ekki einu sinni að sofna á kvöldin.
Thursday, January 31, 2019
Fylgst með
Þið vitið það eflaust.
Það er fylgst með ykkur.
Ég sé að það er fylgst með mér.
Langt í frá svona nágrannagæsla eða vinsemd þeirra sem búa í götunni/hverfinu.
Heldur.
Alltaf þegar ég skrifa eitthvað á bloggið fæ ég pósta frá fyrirtækjum í Þýskalandi sem dauðlangar að vera í samskiptum við mig.
Eftir að ég lokað reikninginum á Facebook þá fæ ég ítrekað tölvupósta frá fyrirtækinu með boð um að skrá mig. Það endaði með að ég merkti þá sem óviðeigandi/meiðandi.
Þýskaland aftur á móti er mér minna á móti skapi. Ég skoða heimasíðurnar, slóðirnar, upplýsingarnar. Ætli þýskt fyrirtæki sem segist hafa unnið fyrir Post Danmark sé í lagi? Ég meina er nokkuð til lengur sem heitir Post Danmark?
Það er fylgst með ykkur.
Ég sé að það er fylgst með mér.
Langt í frá svona nágrannagæsla eða vinsemd þeirra sem búa í götunni/hverfinu.
Heldur.
Alltaf þegar ég skrifa eitthvað á bloggið fæ ég pósta frá fyrirtækjum í Þýskalandi sem dauðlangar að vera í samskiptum við mig.
Eftir að ég lokað reikninginum á Facebook þá fæ ég ítrekað tölvupósta frá fyrirtækinu með boð um að skrá mig. Það endaði með að ég merkti þá sem óviðeigandi/meiðandi.
Þýskaland aftur á móti er mér minna á móti skapi. Ég skoða heimasíðurnar, slóðirnar, upplýsingarnar. Ætli þýskt fyrirtæki sem segist hafa unnið fyrir Post Danmark sé í lagi? Ég meina er nokkuð til lengur sem heitir Post Danmark?
Wednesday, January 30, 2019
Fari það í grængolandi ....
Ég sem ætlaði ...
Nei, mig langaði ....
Réttara væri að segja að stefnt hefði verið að ....
Svo situr maður uppi í lok árs eða átaks og hefur ekkert gert nema berja höfuðið við stein og segja sjálfum sér - sko, ég sagði þér þetta, þú hefðir átt að vita það, þú stendur aldrei við neitt, lýkur sjaldan því sem þú þó byrjar á o.s.frv.
Alveg þar til ætlunin er gleymd og sú næsta drifin upp. Um leið eru úrtöluraddirnar í höfðinu pússaðar, látnar gera æfingar. Kinnarnar titra, stútur á munninum, sönglað og svo er haldið af stað. Nú skal lært að lesa. Lesa eina bók á viku næsta árið. Árið þar á eftir skulu tungumálin verða tvö, þar á eftir þrjú og svo bara öll tungumál sem hægt er að komast yfir á prenti.
Já, já. Látið ykkur dreyma. Næsta víst er að bókin hefur strax vikið fyrir spjalli, hittingi, myndefni, fjölskyldu og því um líku. Tungumálin verða víst fjarlægur draumur.
En, hey, úrtöluraddirnar og neikvæðnin fitnar og bólgnar. Enn eitt skipbrotið bætist í safnið.
Verið alveg róleg. Ég og lestur heyrum enn saman. Bók á viku, fer létt með það, jafnvel á sólarhring.
Vissuð þið það að það er alls ekki sjálfgefið að geta lesið. Manninum er ekki ætlað að lesa líkt og að gefa frá sér hljóð eða nota hendurnar.
Vissuð þið að þegar þið lesið þá notið þið tungumálið, færni til að skynja form, einbeitingu, bæði heilahvel og framheili eru virkjuð. Svo þarf að æfa sig, aftur og aftur. Hér á vel við að æfingin skapi meistarann. Eftir því sem meira er lesið af flóknum texta, löngum setningum og heilum bókum þá eykst vellíðunarhormón.
Hins vegar vissuð þið ekki að stundum er ég spurð um í hverju ég sé góð. Ég segi að lesa, synda, ganga, skynja umhverfi, almennt að vera til.
Viðbrögðin eru oft svona, hmm - ekkert spes, þetta geta nú allir, allt meðfæddir hæfileikar og færir engum neitt.
Hvers vegna er ekkert spes að geta það sem almennt er haldið að allir eigi að geta þó það sé langt í frá allir sem geti eða geri það?
Nei, mig langaði ....
Réttara væri að segja að stefnt hefði verið að ....
Svo situr maður uppi í lok árs eða átaks og hefur ekkert gert nema berja höfuðið við stein og segja sjálfum sér - sko, ég sagði þér þetta, þú hefðir átt að vita það, þú stendur aldrei við neitt, lýkur sjaldan því sem þú þó byrjar á o.s.frv.
Alveg þar til ætlunin er gleymd og sú næsta drifin upp. Um leið eru úrtöluraddirnar í höfðinu pússaðar, látnar gera æfingar. Kinnarnar titra, stútur á munninum, sönglað og svo er haldið af stað. Nú skal lært að lesa. Lesa eina bók á viku næsta árið. Árið þar á eftir skulu tungumálin verða tvö, þar á eftir þrjú og svo bara öll tungumál sem hægt er að komast yfir á prenti.
Já, já. Látið ykkur dreyma. Næsta víst er að bókin hefur strax vikið fyrir spjalli, hittingi, myndefni, fjölskyldu og því um líku. Tungumálin verða víst fjarlægur draumur.
En, hey, úrtöluraddirnar og neikvæðnin fitnar og bólgnar. Enn eitt skipbrotið bætist í safnið.
Verið alveg róleg. Ég og lestur heyrum enn saman. Bók á viku, fer létt með það, jafnvel á sólarhring.
Vissuð þið það að það er alls ekki sjálfgefið að geta lesið. Manninum er ekki ætlað að lesa líkt og að gefa frá sér hljóð eða nota hendurnar.
Vissuð þið að þegar þið lesið þá notið þið tungumálið, færni til að skynja form, einbeitingu, bæði heilahvel og framheili eru virkjuð. Svo þarf að æfa sig, aftur og aftur. Hér á vel við að æfingin skapi meistarann. Eftir því sem meira er lesið af flóknum texta, löngum setningum og heilum bókum þá eykst vellíðunarhormón.
Hins vegar vissuð þið ekki að stundum er ég spurð um í hverju ég sé góð. Ég segi að lesa, synda, ganga, skynja umhverfi, almennt að vera til.
Viðbrögðin eru oft svona, hmm - ekkert spes, þetta geta nú allir, allt meðfæddir hæfileikar og færir engum neitt.
Hvers vegna er ekkert spes að geta það sem almennt er haldið að allir eigi að geta þó það sé langt í frá allir sem geti eða geri það?